Sign up

Terms

Welcome back

Close

Reset password

GDRN

GDRN

26/07/2024 21:00
600 Akureyri, Hafnarstræti

Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, hefur látið mikið á sér kræla í íslensku tónlistarlífi frá því að hún gaf út sína fyrstu breiðskífu, Hvað ef, árið 2018. Sú hljómplata hlaut fjölda tónlistarverðlauna, tilnefningu til tónlistarverðlauna norðurlanda og mikla athygli. 

Síðan þá hefur hún sent frá sér fjölda laga í samstarfi við aðra listamenn og þrjár breiðskífur. GDRN (2020), Tíu íslensk sönglög (2022) og Frá mér til þín (2024). Á nýjustu plötu hennar kveður við ögn poppaðri hljóm en á fyrri plötum en plötuna vann hún með Þormóði Eiríkssyni. Þann 11. maí hélt hún stórtónleika í Eldborg og er á mikilli siglingu þessa dagana. 

Þann 26. júlí nk. liggur leið hennar norður á Græna Hattinn þar sem hún myn flytja öll sín vinsælustu lög ásamt hljómveit. Hljómsveitina skipa Bergur Einar Dagbjartsson, Reynir Snær Magnússon og Magnús Jóhann Ragnarsson.