NEW EVENT
Green Day tribute: Grín Deig flytur American Idiot og Dookie
28/12/2024 21:00
Gaukurinn, Tryggvagata 22, 101 Reykjavík
Ægisbraut Records blæs til stórtónleika vegna stórafmælis tveggja mikilvægustu platna Green Day.
Í ár á platan Dookie 30 ára afmæli og American Idiot 20 ára afmæli. Því mun hljómsveitin Grín Deig stíga á stokk og spila báðar plötur út í gegn.
Hljómsveitina skipa:
EmmaJónsbur (Snowed In, Green Spleen Submarine): Söngur og Gítar
Kristján Reiners (Gaddavír, Snowed In, Dys): Bassi
Guðjón Jósef Baldursson (Green Spleen Submarine, HLS): Trommur
Sigurbjörn Kári Hlynsson (Gaddavír, Snowed In): Gítar á American Idiot hlutanum
Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikar hefjast 21:00.