Sign up

Terms

Welcome back

Close

Reset password

Hljómsveitin Klaufar á Grána Bistro

Hljómsveitin Klaufar á Grána Bistro

01/05/2025 20:30
Grána Bistro, Aðalgata 21, 550 Sauðárkrókur

🎶 Klaufar spila á Grána Bistró, Sauðárkróki– tónleikar sem þú mátt ekki missa af!

 📅 Dagsetning: 1. maí 2025
📍 Staður: Grána Bistró, Sauðárkrókur
🔞 Aldurstakmark: 16 ár

Hljómsveitin Klaufar, sem er þekkt fyrir að spila vandað kántrýskotið popp, mun halda tónleika á Grána Bistró 1. maí nk. og lofar ógleymanlegu og skemmtilegu kvöldi, þar sem flutt verða frumsömd og sígild ábreiðulög í bland.

Klaufar hafa starfað frá árinu 2006 og sent frá sér þrjár hljómplötur, "Síðasti mjói kaninn,"Hamingjan er björt" og "Óbyggðir". Meðal þekktustu laga sveitarinnar eru:
🎵 Búkalú
🎵 Lífið er ferlega flókið
🎵 Óbyggðir
🎵 og nýjasta smellurinn, ballaðan Fólk sem kom út fyrir jólin 2024 og fékk góðar viðtökur.

Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt efni – bæði gömul og ný lög sem allir þekkja, jafnt erlend sem íslensk, hress eða angurvær, og það verður sungið um lífið, ástina og já, bara fólk yfirhöfuð.


 Meðlimir sveitarinnar eru sannkallaðir reynsluboltar úr íslensku tónlistarlífi:
🎸 Guðmundur Annas Árnason (Soma, Fjöll)
🎸 Sigurgeir Sigmundsson (Start, Gildran, Huldumenn)
🎸 Friðrik Sturluson (Sálin hans Jóns míns, Pláhnetan)
🥁 Birgir Nielsen (Vinir vors og blóma, Land og synir)


🎶 Ný plata er væntanleg – taktu forskot á sæluna og heyrið ný lög í beinni á Grána Bistró!