
ÚLFUR ÚLFUR fagnar 10 ára afmæli Tveggja Pláneta!
16/06/2025 20:00
Gamla bíó , Ingólfsstræti 2a, 101, Reykjavík
Úlfur Úlfur fagnar 10 ára afmæli Tveggja Pláneta!
Það eru 10 ár síðan önnur plata Úlfur Úlfur, TVÆR PLÁNETUR, leit dagsins ljós og hristi upp í íslensku tónlistarlífi. Til að fagna þessum tímamótum ætla úlfarnir að snúa aftur á sviðið þar sem allt byrjaði – Gamla Bíó – og halda veglega afmælistónleika!
Á þessum einstöku tónleikum verður platan spiluð í heild sinni, sögur rifjaðar upp og stemningin tekin á næsta level.
Þetta verður ógleymanleg stund fyrir alla sem hafa tengt við þessa plötu undanfarinn áratug – og fyrir þá sem vilja upplifa hana í fyrsta sinn live.
20 ára aldurstakmark. Yngri komast inn í fylgd með fullorðnum.
Ekki missa af þessu – Sjáumst í Gamla Bíó í sumar!