
Herrakvöld Aftureldingar 2025
Árlegt Herrakvöld Meistaraflokks Karla - Afturelding
📅 Dagsetning: Laugardagur 15. mars
📍 Staðsetning: Íþróttamiðstöðin að Varmá
🕕 Húsið opnar: 18:30
🔞 Aldurstakmark: 20 ára
Það er loksins komið að árlega herrakvöldi meistaraflokks karla í fótbolta hjá Aftureldingu, sem fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá laugardaginn 15. mars. Viðburðurinn verður stórglæsilegur með frábærri skemmtun, ljúffengu steikarhlaðborði og einstökum uppboðum!
⭐ Dagskrá kvöldsins:
🎶 Jökull úr KALEO - tónlist í hæsta gæðaflokki
🎤 Júníus Meyvant - einn ástsælasti tónlistarmaður landsins
😂 Steindi JR - grínið verður á sínum stað
🔨 Risa uppboð með Himma Gunn - spennandi kaup á frábærum hlutum
🎟️ Happdrætti - glæsileg verðlaun í boði
🥩 Steikarhlaðborð frá Geira í Kjötbúðinni - veisla fyrir bragðlaukana
⚽ Kynning á nýrri Aftureldingar-treyju fyrir Bestu deildina
Ekki missa af þessum frábæra viðburði – tryggðu þér miða í tíma!