Gleðistjarnan
Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað hefur verið til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023.
Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum. Félagið aflar fjár til starfsemi sinnar með styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum og með viðburðahaldi.
Gleðistjarnan veit hversu mikilvægt það er langveikum börnum og systkinum þeirra að hafa eitthvað til að hlakka til, eitthvað sem brýtur upp tilveruna í þeim erfiðu aðstæðum sem fjölskyldur langveikra barna eru oft í.
Gleðistjarnan hyggst því, í samstarfi við lækna og hjúkrunarfólk á Barnaspítala Hringsins, gefa systkinum langveikra barna gleðigjafir.
í kringum afmælið hennar Þuríðar Örnu sem er 20.mai ætlar Gleðistjarnan að gleðja systkinni langveikra barna og mun gera það í samvinnu við teymið á barnaspítalnum.
Því er tilvalið að blása til tónleikaveislu og safna þannig fé fyrir þetta verðuga verkefni
Tónleikarnir fara fram í Grafarvogskirkju 1. mai nk. og hefjast kl 17:00
Fram koma
Gissur Páll
Halli Melló
Hanna Þóra
Jóhanna Vilborg
Jón Jónsson
Regína Ósk
Stefán Hilmarsson
Svenni Þór
Sveppi
Una Torfa
Antonía Hevesi
Fjölmennum, njótum saman og styðjum um leið verðugt verkefni.
Aðgangseyrir, kr. 3.900.
Nánar er hægt að lesa um félagið og sögur Þuríðar inn á https://www.gledistjarnan.is/