Andlát við Jarðarför
12.05.2024 20:00
Gufunesvegur, 112 Reykjavík
Leikfélagið Apollo í Borgarholtsskóla kynnir með stolti leikritið Andlát við Jarðarför
Leikritið fjallar um jarðarför sem breytist í algjöran hrærigraut af fjölskylduleyndarmálum og lík sett á rangan stað. Aron, sonur hins látna, hefur tekið að sér það verkefni að skipuleggja athöfnina og flytja minningarræðuna en það sem upphaflega virtist vera tiltölulega einfalt verkefni verður honum hins vegar fjötur um fót þegar alls kyns óvæntar uppákomur gera jarðarförina að martröð.
Ofskynjunarlyf, óþolandi gömul frænka, hrokafullur bróðir og dularfullur gestur úr fortíð föður hans sem leynir einhverju stóru um hann.
Húsið opnar kl. 19:30 og sýning hefst kl. 20:00.
Komdu og skelltu þér í athöfnina, þú munt deyja úr hlátri ;)