Styrktartónleikar í Iðnó- fjölskyldur á Gaza
Við bjóðum ykkur velkomin á styktartónleika í Iðnó miðvikudaginn 2 október.
Ahmed vinur okkar missti konu sína og fjögur börn í sprengjuárás ísraelshers í desember síðastliðnum.
Nú erum við að gera það sem við getum til að hjálpa eftirlifandi fjölskyldu hans, en á Ahmed foreldra og fimm systur sem nú búa við vægast sagt erfiðar aðstæður ásamt börnum sínum á Gaza.
Saga Ahmeds:
Ahmed ákvað að leggja einsamall í hættu för til þess að reyna að koma fjölskyldu sinni í öryggi burt frá heimahögum þeirra vegna ísraela sem hlífa engum. Þessa erfiðu ákvörðun tók hann eftir að ísraelar sprengdu upp heimilið þeirra árið 2014, í þeirri sprengjuárás komst fjölskyldan með naumindum undan og ákvaðu þá Ahmed og konan hans að hann skyldi fara í þennan erfiða leiðangur þegar hann væri búinn að byggja þeim nýtt heimili. Um leið og það var tilbúið fór hann frá Gaza í leit að betra lífi fyrir fjölskylduna. Þetta er hættuleg för full af ófyrirsjáanlegum aðstæðum, fordómum og fyrirlitningu. Það er ástæðan fyrir því að svo margir feður leggja í hana einir á meðan konur og börn bíða heima í oftast ögn fyrirsjáanlegri aðstæðum en ferðalagið bíður upp á. Eftir margra ára erfitt ferðalag með öryggi fjölskyldunnar að leiðarljósi endaði Ahmed hér á Íslandi.
En það var svo í desember síðastliðnum sem hann fékk fréttirnar sem engin mannvera vill nokkurn tíman fá, að fjölskyldan hans, eiginkonan og börnin fjögur hafi öll farist í sprengjuárás ísraelshers. Þess má geta að palestínska ljóðskáldið Refat Alareer var mágur Ahmeds, hann hafði leitað skjóls með fjölskylduna sína hjá systur sinni og voru þau öll myrt í sömu árásinni. Refat sem var mjög virtur í alþjóða samfélaginu og talaði góða ensku hafði verið opinberlega gagnrýninn á ísraela, þjóðarmorðið og á hann var hlustað. Því má ætla að þau hefðu verið myrt að yfirlögðu ráði. Þennan dag missti Ahmed allt, eða næstum því. Því þrátt fyrir þjóðarmorðið og hungursneyðina sem nú ríkir á Gaza erum við þakklát fyrir að foreldrar Ahmeds, systur hans fimm og börn þeirra séu enn á lífi, en þau eru í mikilli hættu. Yngsta systirin Eslam fæddi nýlega sitt fyrsta barn. Vegna aðstæðna fæddist litli drengurinn fyrir tímann og þarf á mjólk og læknisaðstoð að halda. Matur, drykkjarvatn, lyf og aðrar nauðsynjar eru af skornum skammti og sérstaklega dýrar. Ástandið á Gaza eins og flest vita er sérlega slæmt og þarfnast fjölskyldan því hjálpar okkar. Al-Mamlouk fjölskyldan er stolt og það er ekki auðvelt fyrir þau að biðja um hjálp.
Ahmed finnur til mikils vanmáttar yfir að geta ekki hjálpað systur sinni og fjölskyldu sjálfur, en þar sem hann er með stöðu flóttamanns hér á íslandi er hann ekki með kennitölu og hefur þar með ekki með leyfi til að vinna. Elsku vinur okkar er þjakaður þungri eftirsjá og sorg í hjarta og við viljum ekkert heitar en að þessum hörmungun linni svo hægt sé að vinna að uppbyggingu þjóðar og lands en þangað til viljum við hjálpa honum á allan þann hátt sem okkur býðst. Ein aðferð er að halda tónleika til styrktar fjölskyldunni. Okkar von er sú að vinir og velunnarar geti komið saman og stutt við fjölskyldu Ahmeds á sama tíma og við komum saman, reynum að gleðjast en ávalt stutt við hvort annað á þessum hrikalegu tímum.
Vonandi getum við líka sent smá gleði, hlýju og frið út í kosmósið