I Adapt í Iðnó
14.12.2024 19:30
101, Vonarstræti 3, Reykjavík
Fyrr á árinu kom hljómsveitin I Adapt aftur saman í fyrsta skiptið í 12 ár, þar sem þeir spiluðu á Sátunni Stykkishólmi, Rokkhátíð á Lemmy og á Menningarnótt hjá R6013.
Ætlar hljómsveitin að slaufa þessu mikla endurkomuári með tónleikum í Iðnó ásamt góðum gestum.
Hljómsveitirnar Kimono, Duft og CXVIII sjá um upphitun. Um er að ræða fyrstu tónleika Kimono síðan árið 2015.
Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikarnir hefjast kl. 19:30.