
Axel O – 60 ára! Stórtónleikar í Lindakirkju
🎶 Axel O – 60 ára afmælistónleikar í Lindakirkju! 🎶
Sveitasöngvarinn Axel O fagnar 60 ára afmæli með stórtónleikum í Lindakirkju!
Axel O er vel þekktur meðal unnenda kántrýtónlistar á Íslandi og hefur á sínum ferli gefið út 39 lög, þar af 26 frumsamin. Lög hans hafa ratað á vinsældarlista country útvarpsstöðva í Texas og víðar. Nú heldur hann veglega afmælistónleika með hljómsveit og sérstökum gestum.
🎼 Á lagalistanum:
Úrval af bestu lögum Axel O auk sígildra laga frá:
John Denver, Dixie Chicks, Dolly Parton, Brooks & Dunn, Kenny Chesney, Toby Keith, Alan Jackson, Loretta Lynn & Conway Twitty, Willie Nelson, Bruce Springsteen, Van Morrison o.fl.
Sérstakir gestir:
🎸 Milo Deering (USA) – Virtur hljóðfæraleikari sem hefur unnið með The Eagles, Chris Stapleton og LeAnn Rimes. Þekktur fyrir pedal steel gítarleik sinn. Milo hefur komið að upptökum 24 laga með Axel O, þar á meðal nýjustu plötunni Dallas Sessions – Acoustic Covers, sem kemur út í febrúar 2025.
🎤 Kinsey Rose (USA) – Söngkona frá Nashville, sem sló í gegn í 21. seríu The Voice USA. Hún hefur unnið með Vince Gill og komið fram víða um Evrópu og Ástralíu. Kinsey er einnig gestasöngkona á nýju plötu Axel O og Milo.
Hljómsveit Axel O:
🎶 Axel O – Söngur og gítar
🎶 Kinsey Rose – Söngur og gítar
🎶 Milo Deering – Pedal steel og gítar
🎶 Jóhann Ásmundsson – Bassi
🎶 Michael Lusk – Bakraddir
🎶 Sigurgeir Sigmundsson – Gítar
🎶 Dan Cassidy – Fiðla og gítar
🎶 Ásmundur Jóhannsson – Trommur
Einstakt tækifæri til að njóta alvöru kántrýtónlistar í heimsklassa flutningi!
Takmarkað sætaframboð – Tryggðu þér miða núna!