
Páskaeggjanámskeið – Fyrir unga handverkskappa!
Búðu til þitt eigið Íslands Egg úr Freyju rjómasúkkulaði!
Á þessu námskeiði læra þátttakendur að tempra súkkulaði og búa til sitt eigið páskaegg. Hægt er að setja málshátt eða persónulega kveðju inn í eggið.
✅ Innifalið í námskeiðinu: Öll hráefni fyrir páskaeggjagerðina. (Athugið að nammið sem fer inn í eggið er ekki innifalið).
⏳ Lengd: 1,5 - 2 klst.
👥 Fyrir hverja? 12 ára og eldri.
📌 Þátttakendur þurfa að koma með:
- Nammi eða lítinn glaðning (t.d. hring) til að setja inn í eggið. Létt nammi eins og Freyju Hrís eða sambærilegt hentar vel.
- Málshátt eða skemmtilega kveðju til að setja inn í eggið.
Frábært tækifæri til að skapa sitt eigið páskaegg og læra um súkkulaðivinnslu í leiðinni! 🐣🍫
VIÐBURÐIR
Gala - veislusalur, Smiðjuvegi 1 , 200 Kópavogur
þriðjudaginn
16:30
4.990 kr.
Gala - veislusalur, Smiðjuvegi 1 , 200 Kópavogur
miðvikudaginn
16:30
4.990 kr.