Hipsumhaps
31.05.2024 21:00
Hafnarstræti, 600 Akureyri
Föstudaginn 31. maí ætlar Hipsumhaps að halda tónleika á Græna Hattinum.
Frá árinu 2019 hefur hugarfóstur Fannars Inga, Hipsumhaps, gefið út þrjár breiðskífur og stimplað sig inn sem eitt besta tónlistaratriði landsins. Með lög á borð við Hjarta, Góðir hlutir gerast hææægt, Þjást, Á hnjánum og LSMLÍ (lífið sem mig langar í) að þá stefnir í litríkt og gott kvöld á hatti allra landsmanna.
Hljómsveit Hipsumhaps skipa:
Fannar Ingi Friðþjófsson - söngur og gítar
Kristinn Þór Óskarsson - gítar
Ólafur Alexander Ólafsson - bassi
Óskar Guðjónsson - saxófónn
Rakel Sigurðardóttir - bakrödd
Tómas Jónsson - hljómborð
Steingrímur Teague - hljómborð og bakrödd
Þorvaldur Halldórsson - trommur