Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Senda mér nýtt lykilorð!

NEW EVENT
INGÓ | Minningar & Styrktartónleikar

INGÓ | Minningar & Styrktartónleikar

27.04.2025 19:00
Bird RVK, Naustin/Tryggvagata, 101 Reykjavík

INGÓ | Minningar & Styrktartónleikar

Ingólfur Þór Árnason, betur þekktur undir listamannsnafninu Ingó, lést langt fyrir aldur fram í Lissabon þann 22. febrúar síðastliðinn. Ingó var einstök sál – hlýr, skapandi og kær vinur margra í íslensku listalífi.

Til að minnast hans og heiðra líf hans og verk hafa vinir úr listasenunni sameinast um að halda þessa sérstæðu tónleika.

Viðburðurinn hefur tvíþættan tilgang:
Annars vegar að safna fé til að standa undir kostnaði við að flytja Ingó heim til Íslands. Hins vegar að kveðja hann með virðingu, tónlist og kærleik – umvafin nærveru vina, fjölskyldu og allra þeirra sem vildu honum vel.

Fram koma meðal annars:
Daníel Ágúst
Jakob Frímann Magnússon
Tenderfoot
Krummi & Krákurnar
Paunkholm & Erna Hrönn
Vala Sólrún Gestsdóttir
Kristófer Jensson
Heiðar Örn Kristjánsson
Pétur Ben
Soffía Björg
Fríða Dís
Rúnar Sigurbjörnsson

Við hvetjum alla sem þekktu Ingó – eða vilja sýna samstöðu og virðingu – til að taka þátt og deila með okkur þessu ljúfa og kærleiksríka augnabliki.

Miðaverð er kr. 4.900.
Þeir sem vilja styðja málefnið enn frekar geta bætt frjálsri upphæð við við miðakaup.