Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Senda mér nýtt lykilorð!

Kannski!

Kannski!

23.11.2024 20:00
Ægir 220 - Hafnarfjörður, Strandgata 90, 220 Hafnarfjörður

Á næstunni mun söngkonan Sara Blandon gangast undir aðgerð á hálsi og læknar hafa tjáð henni að hugsanlegt sé að hún muni missa röddina. Við vonum auðvitað öll að það gerist ekki – en til vonar og vara ákvað hún að henda í alvöru stórtónleika þar sem hún flytur mörg af sínum uppáhaldslögum með frábæru tónlistarfólki.

Fréttir af mögulegum raddmissi eru auðvitað gríðarlegur skellur fyrir söngkonu eins og Söru sem m.a. starfar við söngkennslu og veit fátt betra en að skemmta fólki með söng. Sara er jafnframt þekkt fyrir sinn mikla söngkraft, breiða raddsvið og leikrænu túlkun, þar sem hún sveiflar sér fyrirhafnarlítið á milli fjölmargra áttunda, jafnvíg á mýkt og fínleika sem grófasta strigabassa. 

“Kveðjutónleikar” Söru Blandon eru viðburður sem ekkert tónlistaráhugafólk ætti að láta framhjá sér fara.

Hljómsveitina skipa:

Steingrímur Teague, píanó, söngur - Moses Hightower, GDNR, Of Monsters And Men, Ojba Rasta
Ingibjörg Elsa Turchi, bassi - Ingibjörg Elsa Turchi og Hróðmar Sigurðsson, Stuðmenn, Rökkurró, Ylja, Boogie Trouble
Magnús Trygvason Eliassen, trommur - Moses Hightower, amiina, Tilbury, ADHD
Árni Freyr Jónsson, gítar - Celebs, Una Torfa, Kvikindi
Margrét Arnardóttir, harmonikka - Bubbi Morthens, Prins Póló, Brynhildur Guðjóns, Benni Hemm Hemm, Sóley, Bogomil Font, Jelena Ćirić, Svavar Knútur, Grétar Örvars
Sólveig Morávek, saxófónn, klarínett, þverflauta - Una Stef and the sp74, Fafla, Látún
Elvar Bragi Kristjónsson, trompet, söngur - Elvar Bragi kvintett, Ormar, Valborg Ólafs, Bangoura Band
Albert Sölvi Óskarsson, saxófónn, klarínett - Látún, Tríó Alberts Sölva
Birta Rós Sigurjónsdóttir, bakrödd - Duld, Rolf Hausbentner Band, The Soundation project, Skugga-Baldur, Smellur, Fiðlarinn á þakinu, Hátíðarkór Norðuróps, Kór Keflavíkurkirkju
Helga Margrét Clarke, bakrödd - Sister Sister, Margrét Eir, Jól í Eldborg
Eva Björk Eyþórsdóttir, bakrödd - Harmony, Kaleo, Hera Björk, Gospelkór Lindakirkju, Frostrósir

Viðburður hefst kl:  20:00.