MARC MARTEL : ONE VISION OF QUEEN
NORDIC LIVE EVENTS KYNNIR Í SAMSTARFI VIÐ VIKING LITE & BYLGJUNA:
STÓRTÓNLEIKA MARC MARTEL & ONE VISION OF QUEEN ÁSAMT GESTUM.
Marc Martel er Íslendingum að góðu kunnur, hafandi leikið listir sínar fyrir troðfullri Laugardalshöll 2022 og tvenna uppselda tónleika í Háskólabíó 2023. Nú er hann, ásamt hljómsveit sinni, á leiðinni til landsins í síðasta sinn í bili og mun koma fram á sannkallaðri tónleikaveislu á Ásvöllum ásamt góðum gestum.
Marc Martel er raddtvífari Freddie Mercury og hefur ferðast um heim allan til að flytja stærstu smelli Queen ásamt hljómsveit sinni. Marc er söngrödd Freddie í Óskarsverðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody, sem fjallar um sögu Queen. Hann hefur einnig komið fram með sjálfum meðlimum Queen og einnig með sinfóníuhljómsveitum sem flytja Queen lög, slíkur er hæfileiki Marc.
Allir aðdáendur Freddie Mercury og Queen ættu alls ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara því hér er einstakt tækifæri á að upplifa öll lögin, flutt á óviðjafnanlegan máta. Það þarf ekki annað en að skoða lifandi flutning á netinu til að sjá hversu magnaður drengurinn er.
Sérstök upphitunaratriði verða kynnt á næstunni.
Aðeins er selt í sæti og því um takmarkað miðaframboð að ræða.
Aldurstakmark: Undir 18 ára í fylgd með fullorðnum.
Framleiðsla: Nordic Live Events