Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Senda mér nýtt lykilorð!

Naomi Wolf: Fyrirlestur um bók sína The Pfizer Papers

Naomi Wolf: Fyrirlestur um bók sína The Pfizer Papers

15.04.2025 19:00
Gamla bíó , Ingólfsstræti 2a, 101, Reykjavík

Naomi Wolf: Fyrirlestur um bók sína The Pfizer Papers

Í ágúst 2021 kröfðust samtök heilbrigðisstarfsfólks, vísindamanna og blaðamanna, (Public Health and Medical Professionals for Transparency) að gerð yrðu opinber 450.000 síður af Pfizer-skjölunum sem innihalda gögn um rannsóknir, aukaverkanir og forsendur fyrir neyðarleyfi.  Þau lögðu fram beiðni til Lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) en var hafnað flýtimeðferð og aðeins boðið að fá birtar 500 síður á mánuði sem hefði þýtt leynd í 75 ár.  Í kjölfarið fóru samtökin í mál og með dómsúrskurði Mark Pittman í Texas þann 6. janúar 2022 neyddist FDA til að afhenda öll gögnin, 55.000 síður á mánuði.  Í nóvember 2022 voru þau öll komin fram.  Hvað var í efnunum, hvað vissi framleiðandinn og hvað þýða þessi skjöl fyrir okkur?  


Um höfundinn:

Dr. Naomi Wolf er heimsþekktur metsöluhöfundur, feministi, áhrifakona á sviði mannréttinda, pistlahöfundur og prófessor, menntuð við Yale og Oxford.  Hún stofnaði DailyClout.io farsælt tæknifyrirtæki og er þekkt fyrir að ögra ríkjandi skoðunum um kyn, stjórnmál og fjölmiðla. Með bókum eins og The Beauty Myth sem New York Times kallaði eina mikilvægustu bók 20. aldar og The End of America hefur hún vakið heimsathygli.  Ásamt Amy Kelly leiddi hún hóp 3.500 sérfræðinga m.a. lækna, hjúkrunarfræðinga og vísindamenn í að greina Pfizer-skjölin en upp úr þeim varð til bókin The Pfizer Papers: Pfizer's Crimes Against Humanity.  Hefur bókin selst upp í þremur upplögum og verið notuð af dómstólum, Evrópuþingmönnum, Bandarískum öldungadeildarþingmönnum og lögfræðingum.  

Tekið verður við spurningum eftir fyrirlesturinn.

Ath, takmarkaður miðafjöldi í sal.

Viðburðinum verður streymt í gegnum greiðslugátt, sá viðburður verður auglýstur síðar.