Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Tónaútgáfan – Þó líði ár og öld

Tónaútgáfan – Þó líði ár og öld

30.08.2024 21:00
600 Akureyri, Hafnarstræti

Tónaútgáfan - Þó líði ár og öld. 

Pálmi Stefánsson stofnaði Tónaútgáfuna árið 1967 og rak til ársins 1985,
Á þessum tíma gaf hann út fjölda goðsagnakenndra platna, m.a. fyrstu plötu Björgvins Halldórssonar, Þó líði ár og öld, Lifun með Trúbrot, Í sól og sumaryl með Hljómsveit Ingimars Eydal, auk platna með Póló og Bjarka, Póló og Erlu, Ævintýri, Flowers, Geirmundi Valtýssyni, Óðni Valdimarssyni, Örvari Kristjánssyni og fleirum. 

Föstudaginn 30. ágúst mun sonur Pálma, Haukur Pálmason, sonarsonur Pálma, Stefán Elí Hauksson, og valinkunnur hópur tónlistarmanna heiðra minningu Pálma Stefánssonar og Tónaútgáfunnar á Græna Hattinum með glæsilegum tónleikum, þar sem farið verður yfir feril Tónaútgáfunnar í tali og tónum. 

Flytjendur:
 
Eyþór Ingi Jónsson - Orgel, hljómborð og harmónika
 Maja Eir - Söngur
 Haukur Pálmason - Trommur
 Kristján Edelstein - Gítar
 Magni Ásgeirsson - Gítar og söngur
 Stefán Elí - Söngur
 Stebbi Jak - Söngur
 Summi Hvanndal - Bassi og söngur 

Kynnir: Þorsteinn G. Gunnarsson
 Hljóð: Trausti Már Ingólfsson