Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Senda mér nýtt lykilorð!

XJAZZ REYKJAVIK - 2025

XJAZZ REYKJAVIK - 2025

10.01.2025 20:00
101, Vonarstræti 3, Reykjavík

Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram dagana 10. til 11. janúar og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. 

Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín til 10 ára og hefur farið stækkandi með hverju árinu. Tvisvar áður hefur samstarfi verið komið á milli þessara tveggja hátíða en það var árið 2015 og 2016. Þá komu fjöldin allur af tónlistarfólki fram s.s. Emiliana Torrini, ADHD, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Skúli Sverrisson, Stereo Hypnosis, Futuregrapher, Claudio Puntin, Gerða Gunnarsdóttir, Sebastian Studnitzky, Eyþór Gunnarsson, Sigrún, Hermigervill, Cell7 ofl.

Tengsl hátíðanna nær langt aftur í tímann en stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky Jazzpíanó- og trompetleikari spilaði í mörg ár með Mezzoforte. Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna/bóka ískenskan jazz í Þýskalandi til margra ára.

Hátíðin verður haldin í Iðnó 10. til 11. Janúar 2025.
Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni þ.ám: Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason. o.fl.

10 JANÚAR
19.00 - 20.00 - Dj ATLI STEINN BJARNASON (SLACKER EVENTS)
20.15 - 20.45 - PAN THORARENSEN & ÞORKELL ATLASON
21.00 - 21.45 - STUDNITZKY / PARDUE BURCH
22.00 - 22.45 - INGIBJÖRG TURCHI & HRÓÐMAR SIGURÐSSON
23.00 - 23.45 -  DJ DLUGVÉL & GEIMSKIP
00.00 - 1.00 - Dj ATLI STEINN BJARNASON (SLACKER EVENTS) 

11 JANÚAR
19.00 - 20.00 - ATLI STEINN BJARNASON (SLACKER EVENTS)
20.15 - 20.45 - STUDNITZKY
21.00 - 21.45 - ASTANKA & MARIUS MAX
22.00 - 22.30 - HEKLA
22.45 - 23.15 - PADDAN (SIGTRYGGUR BALDURSSON & BIRGIR MOGENSEN)
23.30  - 1.00 - Dj ATLI STEINN BJARNASON (SLACKER EVENTS) 

Húsið opnar 19.00 viðburður byrjar kl 20.00.